Möðrudalur á Efra-fjalli
Möðrudalur er landnámsjörð og kirkjustaður frá landnámi. Sama ætt hefur búið á staðnum frá 1874. Bærinn liggur í 469 m hæð yfir sjávarmáli og er hæst byggðra bóla á landinu. Auk búsins hefur verið vaxandi þjónusta við ferðamanninn síðustu ár þar sem m.a. er boðið uppá þjóðlegar veitingar í Fjallakaffi, gistingu í burstabæ, veiði og hálendisferðir.

Fjallakaffi er opið frá 1.maí - 1. okt. en stórir sem smáir hópar eru velkomnir allt árið eftir pöntun. Gistingin opin allt árið um hring og í boði er
leiðsögn um hálendið vetur jafnt sem sumar: gönguferðir, fjallajeppaferðir, jöklaferðir, gönguskíðaferðir og veiðiferðir (rjúpa, gæs, bleikja). Jafnframt viljum við þjóna ólíkum þörfum einstaklinga sem hópa með því að taka þátt í þeirra hugmyndum og vera hlekkur í því að láta fríið verða sem eftirminnilegast.

Sjá nánar um ferðaþjónustuna: www.fjalladyrd.is