Möðrudalskjöt

Uppruni, Bragðgæði og Gamlar hefðir

Verið velkomin á heimasíðu Möðrudals á Fjöllum.
Á þessari síðu má skoða og panta kjöt af okkar eigin afurðum sem unnar eru í heimavinnslunni í Möðrudal.

Möðrudalur á Fjöllum er staðsettur miðja vegu milli Mývatns og Egilsstaða. Bærinn liggur í 469 m hæð yfir sjávarmáli við jaðar norðaustur hálendisins, en í því liggur einmitt sérstaða okkar afurða. Geitur og fé nærist á kjarnmiklum hálendisgrösum, lyngmóum, ferskum lindum og lækjum, svo ekki sé nú minnst á heilnæmt fjallaloftið.

Okkar áherslur eru að hafa bústofn og afurðir eins náttúrulegar og heilbrigðar og unnt er, auk þess sem engin aukaefni eru notuð í vinnsluferlinu. Þannig viljum við tryggja neytendum bragðgæði og hreinleika kjötsins.

Reykt kjöt er okkar aðalsmerki.
Reykingar aðferðir eru uppá gamla mátann í torfkofa þar sem tað og íslensk náttúra fá að njóta sín í bland.
Líkt og tíðkaðist á tímum forfeðra okkar er nú aftur hafin sauðarækt á bænum en þá ganga sauðir sjálfala allan veturinn en hafa aðgang að heyi í beitarhúsum. Þetta er gömul hefð sem viðhöfð var í Möðrudal og þótti þetta bragðbesta kjötið.

Vörurnar sendum við frá okkur vakum pökkuðum og vel frágengnum hvert á land sem er.